Allra veðra von
Sirkuslistahópurinn Hringleikur í samstarfi við Miðnætti
Frumsýning vor 2021 í Tjaranarbíó.
Sýningar utandyra víðsvegar um landið sumarið 2021.
Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna, Uppbyggingasjóði Austurlands og Reykjavíkurborg.
Allra veðra von er nýsirkussýning þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum, en með nútíma tækni, bílum, húsnæðiskosti og samfélagsgerð hefur veðrið hætt að hafa eins bein áhrif á líf okkar. Gjörvöll menning Íslendinga er þó gegnsýrð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis og núverandi framtíðarsýn krefst þess að við horfumst í augu við veðrið og þau tengsl sem við höfum við það.
Tungumál sirkuslistarinnar er myndrænt og hrífandi form sem nær til áhorfanda á breiðum aldri, óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.
Lengd: 50 mínútur
Aldur: Börn frá 6 ára og fjölskyldur þeirra.
Leikhópur / Höfundar: Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Nick Candy, Thomas Burke
Leikstjórn: Agnes Wild
Búninga- og sviðsmyndahöfundur: Eva Björg Harðardóttir
Tónlistarstjórn: Sigrún Harðardóttir
Listrænt auga: Roberto Magro
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson
Framkvæmdarstjórn: Karna Sigurðardóttir
Sirkuslistahópurinn Hringleikur var stofnaður árið 2018 af hópi sirkusfólks á Íslandi með það markmið að þróa hérlenda sirkussenu og kynna Íslendinga fyrir möguleikum sirkuslistarinnar.