top of page

Geim-mér-ei

plakat.png

Á fleygiferð um sólkerfið!

Vala er forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið. Þar kynnist hún geimverunni Fúmm og þrátt fyrir að þau séu í fyrstu smeyk hvort við annað myndast með þeim dýrmæt vinátta. Geim-mér-ei er heillandi og skemmtileg brúðusýning um ævintýraþrá, áræðni og vináttu.

Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun

Sýningin er flutt án orða með lifandi tónlist og hentar því börnum með ólík móðurmál.

Lengd: 40 mínútur auk leikstundar í lokin

Aldur: Börn frá 2ja ára og fjölskyldur þeirra. 

Miðnætti í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Frumsýning janúar 2021 í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu.

Sýningar víðs vegar um landið haustið 2021.

Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna, og Barnamenningarsjóði.

thjodleikhusid_logo_solid_rgb-900x900.pn
unnamed2_edited.png
MRN%20merki%20-%20Copy%20(1)_edited.png
IMG_9977-2.jpg

Höfundar: Agnes Wild og leikhópurinn

Leikstjórn: Agnes Wild

Leikarar: Aldís Davíðsdóttir, Nick Candy, Þorleifur Einarsson og Agnes Wild

Leikmyndar-, búningaa og brúðuhönnun: Eva Björg Harðardóttir

Tónlist, hljóðmynd og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir

Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson

Aðstoðarleikstjóri: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir

Framkvæmdarstjóri: Kara Hergils

Sýningarstjórn: Jón Stefán Sigurðsson

Tæknistjóri á sýningum: Magnús Thorlacius

Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir og Eva Björg Harðardóttir

Leikmyndargerð: Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson

Búningagerð: Heiðrún Ósk Ólafsdóttir

Ljósmyndir: Eyþór Árnason

Stikla: Atli Einarsson

Hafa samband

Miðnætti Leikhús - félagasamtök

kt. 510917-0300​​

Agnes: 866-6787

Sigrún: 692-7408

Eva Björg: 694-8964

midnaettileikhus@gmail.com

Management: sigrunfidla@gmail.com

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
  • Black YouTube Icon

© 2020 Miðnætti / Midnight Theatre Company.


Allar myndir og efni á þessari síðu eru í eigu Miðnættis.

/ All images and materials used on the site belong to Midnight Theatre Company.

Thanks for submitting!

bottom of page