top of page

Jólaævintýri Þorra og Þuru

„Leikhópurinn Miðnætti leggur metnað í að töfra fram barnasýningar sem byggja á sterkum grunni, hljómþýðum sönglögum og skýrri framsetningu. Vonandi taka fleiri leikhópar sér Miðnætti til fyrirmyndar í framtíðinni.“

- Fréttablaðið

Handrit. tónlist og söngtextar:
Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir

Leikstjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikarar: Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Sveinn Óskar Ásbjörnsson.

Frumsamin tónlist: Sigrún Harðardóttir
Leikmyndar-, búninga- og brúðuhönnun:
Eva Björg Harðardóttir
Lýsing: Hafliði Emil Barðason

Dans- og sviðshreyfingar: Elísabet Skagfjörð

Útfærsla leikmyndar: Ingvar Guðni Brynjólfsson

Hljóðhönnun: Haffi Tempó

Tæknimaður á sýningum: Aron Martin Ásgerðarson

Ljósmyndir: Eyþór Árnason

Lengd: 40 mínútur 

Aldur: Börn frá 2ja ára og fjölskyldur þeirra

Þorri og Þura jólaævintýri-24.jpeg

Þorri og Þura eru að undirbúa jólin. Þegar afi Þorra þarf að bregða sér frá biður hann þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim, því þau slökkva óvart á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að finna leið til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleðina í hjartanu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Þetta er hugljúf saga sem minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum.

„Þeim Agnesi og Sigrúnu líður vel á sviði, þær eru sannfærandi barnslegar í tali og hreyfingum og ná vel til barnanna í salnum ... Jólalandið á sviðinu er afskaplega hlýlegt, litríkt og fallegt, allir búningar og brúður sömuleiðis. Það er Eva Björg Harðardóttir sem á heiðurinn af því.“

-TMM.IS

Sýningar:

Tjarnarbíó nóvember og desember 2019 og 2020

Streymi desember 2020

minna-logo.jpeg
bottom of page