Jólaævintýri Þorra og Þuru
„Leikhópurinn Miðnætti leggur metnað í að töfra fram barnasýningar sem byggja á sterkum grunni, hljómþýðum sönglögum og skýrri framsetningu. Vonandi taka fleiri leikhópar sér Miðnætti til fyrirmyndar í framtíðinni.“
Handrit. tónlist og söngtextar:
Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir
Leikstjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikarar: Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Frumsamin tónlist: Sigrún Harðardóttir
Leikmyndar-, búninga- og brúðuhönnun:
Eva Björg Harðardóttir
Lýsing: Hafliði Emil Barðason
Dans- og sviðshreyfingar: Elísabet Skagfjörð
Útfærsla leikmyndar: Ingvar Guðni Brynjólfsson
Hljóðhönnun: Haffi Tempó
Tæknimaður á sýningum: Aron Martin Ásgerðarson
Ljósmyndir: Eyþór Árnason
Lengd: 40 mínútur
Aldur: Börn frá 2ja ára og fjölskyldur þeirra
Þorri og Þura eru að undirbúa jólin. Þegar afi Þorra þarf að bregða sér frá biður hann þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim, því þau slökkva óvart á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að finna leið til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleðina í hjartanu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Þetta er hugljúf saga sem minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum.
„Þeim Agnesi og Sigrúnu líður vel á sviði, þær eru sannfærandi barnslegar í tali og hreyfingum og ná vel til barnanna í salnum ... Jólalandið á sviðinu er afskaplega hlýlegt, litríkt og fallegt, allir búningar og brúður sömuleiðis. Það er Eva Björg Harðardóttir sem á heiðurinn af því.“
-TMM.IS
Sýningar:
Tjarnarbíó nóvember og desember 2019 og 2020
Streymi desember 2020